Dr. Jónas mun senda þér reglulega hugleiðingar um veiði, hnýtingar og spennandi tilboð.
Í körfunni eru 0 hlutir, samtals 0 Kr.
Dr. Jónas
Ágæti viðskiptavinur
Velkominn í fluguverslunina www.frances.is.
Einn góður úr Norðurá sumarið 2003, tók Keilu Frances
Enn og aftur hef ég ráðist í endurgerð verslunarinnar nú í byrjun árs 2014. Hvers vegna spyrja margir? Jú verslun þróast eins og annað. Ég lít þannig á að þetta er verslun sem stöðugt þarf að taka breytingum eins og allar verslanir gera. Nú eru allir komnir með netið í símann eða paddinn og því þarf að mæta. Ég lít þannig á að þetta er verslun sem stöðugt þarf að taka breytingum eins og allar verslanir gera. Markmiðið er einfalt að reka góða vefverslun með flugur og vörur tengdar fluguveiði. En eins og margir vita þá stundaði ég leiðsögn í laxveiðiám landsins til margra ára og miðlaði af þekkingu og reynslu til veiðimanna (sjá Sögu Frances). Síðan hnýtti ég flugur í verslanir og hætti svo leiðsögn í laxveiðiám að mestu leiti. Á vissan hátt saknaði ég leiðsagnaráranna en með þessari verslun fann ég leið til að miðla af þekkingu minni og um leið selja góðar flugur sem spanna nær allt svið fluguveiða á Íslandi og á erlendri grund. Þegar ég brá mér til Argentínu um daginn sá ég að íslenskar flugur eru vel boðlegar fyrir fisk annars staðar í heiminum.