Dr. Jónas mun senda þér reglulega hugleiðingar um veiði, hnýtingar og spennandi tilboð.
Í körfunni eru 0 hlutir, samtals 0 Kr.
Vanir veiðimenn

Ég heiti Guðmundur Atli og er 30 ára háskólanemi í ferðamálafræði, ég byrjaði að fikta við fluguveiðar þegar ég var 11 ára gamall þegar ég fékk mína fyrstu fluguveiðistöng. Ég hafði engan sem ég þekkti til að kenna mér að kasta flugu á þessum árum, kom það fyrir þegar við vorum að veiða upp í Urriðakotsvatn eða Vífilsstaðarvatn að eldri og reyndari veiðimenn gáfu sér tíma til að kenna þessum litla veiðimanni á græjurnar


Palli í Veiðihúsinu er landsþekktur veiðimaður bæði í lax og silung. Einnig er hann afbragðs skytta. Palli hefur stundað stangaveiði frá unga aldri og nú hin síðari ár sem leiðsögumaður í flestum stærri ám landsins. Má þar nefna Laxá í Kjós, Norðurá, Hofsá, Selá og fleiri ám.

Leiðsögnin gefur gott tækifæri til að hanna og prófa hinar ýmsur flugur og veiðiaðferðir. Palli er þekktur hnýtari og hefur hannað afbragðsflugur eins og Möggu og Brá sem eru til sölu hér að neðan sem hann notar mikið í björtu veðri. Einnig velur Palli sérstaka króka til hnýtinga og kynnti fyrir mér Hugh Falcus tvíkrækjurnar sem nú eru til hér að neðan. Þessir krókar eru með agnhald undir krókodd í staðinn fyrir ofan á og halda þar með fiskum mjög vel. Helst notar Palli þessa króka í Collie Dog og Hairy Mary.


Fleiri greinar

Kristján Karl Steinarsson - Ungur veiðimaður sem hannaði Glitru
Gísli Ásgeirsson – Gísli í Atlas (Lax) - Að egna fyrir laxi
Karl Eiríksson (Silungur) - Veiðir mikið í Brúará og Laxá í Aðaldal
Gísli Rafn Árnason (silungur) - Hvað veit ég?
Denni - Veiðir með örflugum fyrir silung
Ingvar Karl Þorsteinsson - Veiðimaður að norðan (mest lax)