Dr. Jónas mun senda þér reglulega hugleiðingar um veiði, hnýtingar og spennandi tilboð.
Í körfunni eru 0 hlutir, samtals 0 Kr.
Saga Frances
Flugan Fransis

Rúmlega tveggja áratuga kynni af þessari umdeildu flugu Dr. Jónas Jónasson Veiðar hafa skipað stóran sess í mínu lífi. Sem Hafnfirðingur var auðvellt að svala veiðieðli sínu á bryggjunni. Á bernskuárum mínum voru eingöngu trébryggjur og öllu fiskslógi skolað beint í höfnina.

Ufsatorfurnar í höfninni voru með ólíkindum. Það var ekki fyrr en á unglingsárum sem ég byrjaði að veiða á flugu. Var þá oftast farið í Vífilstaðavatn. Þar hafði ekki verið leyfð veiði í mörg ár og þegar ég byraði að veiða þarna veiddist oft vel. Ekki má gleyma skemmtilegum veiðiferðum til Þingvalla. Það var ekki fyrr en á nítjánda ári eða 1975 sem ég kynntist fluguveiðum á laxi og í sama túr kynntist ég flugunni Fransis